Fyrsta færslan

Ég bjó til blogg. Það hefur lengi verið hugmynd hjá mér að búa til blogg, í raun alveg síðan ég byrjaði að lesa Trendnet árið 2013. Ég hef þó aldrei látið verða af því, ég var ekki viss um að einhver myndi nenna að lesa það og svo var ég heldur ekkert viss um hvort fólk væri yfir höfuð að lesa blogg. En afhverju ætti ég að gera blogg fyrir einhverja aðra en mig sjálfa? Það væri vissulega skemmtilegra ef einhver myndi kannski kíkja á það við og við, jafnvel finnast það skemmtilegt, en það á samt ekki að vera meginástæðan fyrir því að ég búi til blogg. Meginástæðan á að vera að það veiti mér ánægju og að mér finnist skemmtilegt að halda úti bloggi.

Svo ég bjó til blogg!

Mér finnst gaman að taka myndir og eignaðist núna nýverið eina litla og sæta myndavél sem gerir það ennþá skemmtilegra. Mér finnst líka gaman að skrifa svo bloggið sameinar þessi tvö áhugamál svona líka vel. Myndirnar hér að ofan eru síðan í lok desember, nokkrar af þeim fyrstu sem voru teknar á fínu myndavélina. Ég neyddi Gunna í göngutúr á jóladag til að taka myndir (honum til mikillar gleði) og neyddi síðan pabba til að smella nokkrum myndum af mér á annan í jólum. Svo eru þarna tvær af Akureyri að morgni til sem mér fannst fínar 🥰

Þessi færsla er skrifuð í mars en bloggið er í raun búið að vera til síðan í janúar og ég er búin að endurskrifa þessa færslu milljón sinnum. Held þetta sé bara lokaniðurstaðan.

Takk innilega fyrir að kíkja hérna við, kann mikið að meta það ❤️

LOVE
Sesselía Dan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s