Seljalandsfoss
Við tókum sunnudagsrúnt að Seljalandsfoss um síðustu helgi í geeeggjuðu veðri. Top 1 besti dagur vetrarins, persónulegt mat. Logn og glampandi sól allan daginn svo við vorum sérstaklega heppin með veður þann daginn. Ég tók heilan helling af myndum og átti alveg frekar erfitt með að velja bara nokkrar fyrir þessa færslu, annað en í síðustu færslu þegar mér fannst engin mynd nógu góð 😅
Ég mæli eindregið með því að taka smá rúnt út fyrir bæjarmörkin þegar tækifæri gefst. Það gefur manni svo mikið að skipta um umhverfi, vera úti í náttúrunni og eiga skemmtilegan dag með sínum nánustu. Við lögðum af stað um 11 að morgni til, komum við í bakaríi á leiðinni að fossinum, stoppuðum á hinum ýmsu stöðum og gerðum smá dag úr þessu. Það gerir allavega mikið fyrir mig að taka einn dag í viku ef tími gefst til, kúpla mig aðeins út úr skólastressi (eða vinnustressi) og njóta.
Takk fyrir að lesa!
LOVE
Sesselía Dan