Samkomubann

Síðustu tvær vikur hafa verið vægast sagt furðulegar. Þrátt fyrir það þá finnst mér þær líka hafa verið næs, svona heilt yfir. Ég eyði dögunum meira og minna við skrifborð að fara yfir fyrirlestra á netinu en þess á milli fer ég í göngutúr, tek heimaæfingu og eyði tíma með fjölskyldunni. Þetta skipulag hentar mér alls ekkert svo illa þó svo veiran sjálf og allt sem henni fylgir henti mér ekkert svo vel. Ekki misskilja, ég hlakka til þegar þetta tímabil líður hjá og lífið verður „eðlilegt“ aftur en á meðan ástandið er svona þá er mikilvægt að reyna að líta á björtu hliðarnar. Samkomubannið gefur okkur aukinn tíma með okkar nánustu og aukinn tíma fyrir okkur sjálf sem er aldeilis ekki sjálfgefið.

Nenni samt ekki svona samkomubanni í sumar svo ef við gætum öll reynt að gera okkar besta í að fylgja lögum og reglum er varða bannið þá væri það frábært, okkar allra vegna (og því mig langar ekki að Þjóðhátíð verði aflýst vegna samkomubanns) 🥰. Ég ætla annars ekki að tala meira um ástandið í heiminum í dag, held við séum öll meðvituð um hvað sé í gangi og hvernig best sé að díla við það.

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá síðustu dögum ❤

Ég vona að flestir séu heilir heilsu og að eiga nokkuð sæmilega daga í samkomubanni ❤

LOVE
Sesselía Dan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s