Heima um páskana

Ég skrifaði í vikunni lista með hugmyndum sem hægt væri að gera heima yfir páskana. Í tilefni þess að meirihluti þjóðarinnar verður einnig heima þessa páskana þá langaði mig að deila listanum með ykkur. Þetta eru ósköp basic og einfaldar hugmyndir en oft eru það líka þær bestu.

Elda/baka saman
Ótrúlega næs samvera sem hægt er að útfæra á svo marga vegu. Það þarf ekki að vera þriggja rétta máltíð eða heilt kökuhlaðborð, ein kaka með kaffinu eða eftirréttur með kvöldmatnum er alveg feikinóg. Þá er ekkert sem segir að hver og einn þurfi endilega að elda heldur er hægt að skipta niður verkum, einn að elda, annar leggur á borð o.s.frv. . Sjálfri finnst mér skemmtilegast að útbúa brunch (eins og sjá má á myndum) bæði því ég er ekkert alltof flink að elda en einnig því morgunmatur er lang uppáhalds máltíðin mín.

Spila
Klassískt en alltaf skemmtilegt. Spilakvöld í góðum félagskap er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og eitthvað sem allir geta tekið þátt í . Gott möns með og þú ert kominn með uppskrift að virkilega góðu kvöldi!

Útivera
Hugmynd sem á reyndar við alla daga en vill oft gleymast. Við erum mörg hver mikið heima þessa dagana og eru jafnvel heilu fjölskyldurnar saman heima allan daginn. Við erum mikið minnt á að huga að líkama og sál á þessum tímum og spilar útivera þar lykilhlutverk. Göngutúrar, hjólatúrar, fjallgöngur, hlaup eða jafnvel leikir gera heilmikið fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu.

Breyta/Flokka/Hreinsa/Skipuleggja heimilið
Það er tilvalið að nýta dagana heima í að hreinsa til, henda drasli og gefa það sem er ekki lengur í notkun. Þá er einnig sniðugt að breyta til, færa til húsgögn, endurraða í skápa, mála veggi og svoleiðis. Ég mun reyndar ekki taka þátt í því hér heima hjá okkur en mamma og Begga ætla að mála eldhúsinnréttinguna, ég verð í prófalærdómi og því löglega afsökuð í þetta skiptið.

Rúntur
Ég er mikill aðdáandi þess að fara á rúntinn, eitthvað sem Gunni skilur alls ekki. Ég fer oft á rúntinn bæði með fjöllunni og vinum, það er eitthvað svo næs við að sitja inni í bíl með tónlist og spjalla. Það nægir mér oft að rúnta bara innanbæjar en svo er finnst mér líka skemmtilegt að taka lengri bílferðir og skoða landið. Ég dreg Gunna með mér í það (og fæ hann til keyra) en þá tökum við yfirleitt heilan dag, ég skipulegg staði sem mig langar til að skoða og taka myndir á og vísa honum leiðina. Plan sem hentar mér einstaklega vel, og Gunna svona ágætlega. Við tókum t.d. rúnt í vetur að Seljalandsfoss, getið lesið um það HÉR.

Horfa á gamlar myndir eða þætti
Upp á síðkastið höfum við fjölskyldan verið að horfa á gamlar þáttaraðir af íslenskum þáttum, t.d. Vaktirnar, Ríkið og Fasta liði eins og venjulega. Ég væri til í að horfa á fleiri svoleiðis þætti yfir páskana eða þá gamlar íslenskar myndir eins og Stellu í Orlofi, Með allt á Hreinu o.fl. Það þarf auðvitað ekki að vera íslenskt, mér finnst íslenskt efni bara yfirleitt skemmtilegast 🇮🇸

Heima date night
Mikið af veitingastöðum á Íslandi eru að bjóða upp á heimsendingu eða take-away í stað þess að borða á staðnum sem er ótrúlega sniðug lausn. Mér finnst að þeir sem hafa tök á ættu að reyna að styðja við þá veitingastaði sem þeir vilja að verði hér enn eftir að veiran gengur yfir, við verðum öll að standa saman. Svo er jafnvel ennþá meira næs að fá sjúklega góðan mat sendan heim og borða í ró og næði í stað þess að sitja á veitingastað þar sem líkurnar á að einhver á næsta borði öskurhlægi í tvo tíma straight og þar með eyðileggi fyrir ykkur stemninguna eru talsvert meiri. Veit að minn maður myndi alltaf kjósa heimsendingu fram yfir það 😬

Gera ekki neitt
Leyfa sér að vera lengi uppi í rúmi, á náttfötunum allan daginn, borða páskaegg og yfirhöfuð slaka á. Mér finnst þetta oft erfitt og geri allt of lítið af því að gera ekki neitt, aðallega því mér finnst alltaf eins og ég eigi að vera að gera eitthvað. Það eru samfélagsmiðlar sem valda því að mér líði þannig og ég þarf sífellt að minna mig á að lífið á samfélagsmiðlum er ekki eins og lífið er í raun. Að gera ekki neitt stöku sinnum er nauðsynlegt fyrir sálina og þegar ég næ svoleiðis dögum þá verð ég alltaf endurnærð og tilbúin í næstu daga á eftir. Mæli eiginlega mest með því að taka einn svona dag yfir páskana!

Svo mæli ég eindregið með að kíkja á myndbandið hér að neðan!
Hafið það ótrúlega gott yfir páskana, vonandi að þessar hugmyndir geti nýst einhverjum ❤️

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s