Sumarplön 2020

GLEÐILEGT SUMAR 🌞

Ég er prófum þegar þetta er skrifað og get ekki beðið eftir að þau klárist svo sumarið geti byrjað. Þó svo sumarið byrji formlega í dag (sumardaginn fyrsta) þá líður mér ekki eins og það sé komið fyrr en ég klára skólann.

EN það er alls ekki það sem ég ætlaði að tala um heldur ætla ég að deila með ykkur mínum sumarplönum og jafnvel gefa ykkur hugmyndir í leiðinni.

Áður en allt breyttist þá innihélt sumarið alls konar útihátíðir, Þjóðhátíð og Ítalíuferð en þar sem líkurnar á að þau plön muni standast eru verulega litlar þá er sumarið nokkuð opið, sem mér finnst eiginlega geggjað. Síðasta sumar var stútfullt frá degi eitt svo þetta er ágætis tilbreyting. Sumar 2019 var reyndar eitt besta sumar sem ég hef upplifað en ég býst alls ekki við að sumar 2020 verði neytt síðra, bara aðeins öðruvísi.

Það er ýmislegt sem mig langar að gera í sumar en ég vil þó ekki festa það niður á ákveðnar dagsetningar, sem er smá skref fyrir mig að taka því ég skipulegg nær allt sem ég geri, alltaf. Í þetta sinn ætla ég þó ekki að gera það því hugmyndin um að hafa sumarið nokkuð opið heillar mig, að geta tekið ákvörðun um að fara hingað og þangað og gert það sem okkur langar til hvenær sem er.

Hér að neðan er listi yfir það sem mig langar til að gera í sumar 🥳

Ferðast um Austurlandið
Af einhverjum ástæðum er þetta eini hluti landsins sem ég hef ekki komið til, eða ekki svo ég muni eftir. Langar ótrúlega að eyða tíma þar í sumar og skoða mig um svo það er á plani hjá okkur Gunnsa að skottast þangað í kannski 1-2 vikur. Mikið spennt fyrir því!

Fjallgöngur
Ég veit ekki hvað ég eyddi miklum tíma síðasta sumar að reyna að fá Gunna með mér í fjallgöngur. Það gekk aldrei. Við eigum það ekki sameiginlegt að finnast gaman í gönguferðum og fjallgöngum svo ég er alveg búin að gefast upp á því. Ég hef fundið mér nýjan göngufélaga (mömmu) og planið er að ganga á alls konar fjöll! Langar m.a. að ganga að Glym og upp á Esju

Spontant ákvarðanir
Late night roadtrips, sumarbústaðaferðir, eyða tíma í sveitinni, ævintýraferðir og allt þar á milli (fór t.d. í River rafting og fjórhjólaferð síðasta sumar sem var geggjað). Ég er mjög opin fyrir nánast öllum hugmyndum í sumar. Veit bara að ég mun ekki nenna að hanga heima allar helgar og vona innilega að það verði möguleiki að ferðast innanlands og hittast í (fámennum) hópum 🤞🏻

Ferðast um Snæfellsnesið
Við Gunni tókum stutt stopp á Snæfellsnesinu síðasta sumar þegar við vorum á leiðinni vestur og mig hefur langað síðan að eyða meiri tíma þar. Alls konar þar sem ég þarf að skoða betur.

Útilegur
Útilegur hafa verið stór hluti af mínum sumrum frá því að ég var barn og sem betur fer er það þannig hjá Gunna líka, eitt af fáu sem við eigum sameiginlegt 😅 Við höfum verið mjög dugleg í að fara í útilegur og það eru nokkrir staðir sem ég væri til í að tjalda á í sumar, kannski deili ég þeim lista með ykkur seinna ef áhugi er fyrir því?

Fara í göngu um Landmannalaugar og nágrenni
Síðasta sumar ætlaði ég með mömmu og pabba þangað en komst ekki. Þau fóru hins vegar og mamma hefur dásamað ferðina síðan. Vonandi kemst ég með í sumar!

Þetta eru svona fyrstu hugmyndir fyrir sumarið en svo mun eflaust bætast alls konar við seinna. Megið endilega deila með mér ef þið eruð með hugmyndir að einhverju sniðugu 💛

LOVE
Sesselía Dan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s