Helgin

Við Gunnsi leigðum bústað yfir helgina í tilefni afmælis hans Gunna. Hann átti reyndar afmæli 26. apríl en ég var þá nýbyrjuð í prófum svo við frestuðum afmælisfögnuði fram yfir próf. Ég leigði bústað af Airbnb sem við höfum hingað til ekki mikið nýtt okkur hérlendis en munum eflaust gera meira af í sumar. Bústaðurinn er staðsettur í Skorradalnum og ég leitaði sérstaklega að bústað einhvers staðar þar sem við höfðum ekki komið áður en væri þó ekki of langt að keyra. Skorradalurinn er mikið fallegur staður og það var ótrúlega næs að vera staðsett alveg við Skorradalsvatn með útsýni þar yfir!

Við vorum ekki með neitt planað yfir helgina, ætluðum aðallega að slaka á og hafa það kósý. Við byrjuðum laugardaginn á smá brunch og röltum svo aðeins um svæðið. Í þau fáu skipti sem Gunni nennir í göngutúr þá er það á stöðum sem hann hefur ekki komið á áður, ég nýti mér það óspart 😇

Eftir það tókum við smá rúnt í Borgarnes þar sem við komum við í Englendingavík. Englendingavík er veitingastaður og gistiheimili og svo er einnig dúkkusafn þar á svæðinu. Hryllingsmyndir hafa reyndar alveg eyðilagt fyrir mér gamla dúkkur svo við eyddum ekki miklum tíma þar inni, ég varð alveg logandi hrædd. En áhugavert að skoða engu að síður! Maturinn þar var samt geggjaður og umhverfið fallegt. Ég mæli eindregið með að koma þar við ef þið eigið leið hjá.

Annars var helginni aðallega eytt á pallinum með spil, nokkra drykki, góðan mat og óhóflega mikið af nammi. Fullkomin uppskrift að helgi ef þið spyrjið mig!

Gunni lenti reyndar í því óhappi að könguló fór að skríða á honum á einum tímapunkti og ég hef aldrei séð manninn stökkva jafn hratt upp. Hann var ekki eins spenntur fyrir pallinum eftir það.

Vonandi nutuð þið helgarinnar ❤

LOVE
Sesselía Dan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s