Útbúnaður dagsins
Mig langar til þess að byrja með svona stuttan og þægilegan lið á blogginu. Ég hef mikinn áhuga á tísku, og í raun hvers kyns hönnun. Elska að para saman föt, skart og alls konar fylgihluti. Ég reyni að vera dugleg að nýta það sem ég á, fá lánað hjá fólkinu í kringum mig í stað þess að kaupa nýtt, versla second hand og velja gæði umfram magn. Ég held að þessi liður verði hvetjandi fyrir mig til að gera enn betur í þeim efnum.
Ég er samt alls ekki fullkomin þegar kemur að þessu og á auðvitað föt sem ég hef keypt frá fast fashion merkjum. Það hefur þó minnkað talsvert og kýs ég t.d. að versla ekki lengur við ákveðin fyrirtæki.
Outfit dagsins er annars frekar basic. Ég er í smá sumarfríi þessa dagana og er því mikið heima fyrir að stússast og þá nenni ég ekki að klæða mig í mikið meira en buxur og bol.
Buxur - Fatamarkaðurinn // Bolur - Urban Outfitters // Stafa hálsmen - my letra
Svo var ég að fá svo fín armbönd í póstinum í dag sem ég keypti af stelpu í gegnum Instagram. Voða sumarleg og sæt!
Ég pældi mikið í hvað ég ætti að skýra þennan lið, kannski of mikið. Mig langaði svo að finna eitthvað flott íslenskt orð yfir „outfit“ en fannst ekkert passa. Pabbi stakk upp á útbúnaður sem ég hló nú mikið að fyrst en svo vandist það ágætlega og núna finnst mér það frekar kúl!
Megið endilega láta mig vita ef þetta er eitthvað sem ykkur finnst skemmtilegt að lesa um ❤
LOVE
Sesselía