Vestfirðir

Vestfirðir og þá sérstaklega Ísafjörður og nágrenni eiga alveg sérstakan stað í mínu hjarta. Föðurfjölskyldan mín er öll að vestan og hluti af henni býr enn þar. Amma er frá Ísafirði og afi var frá Bolungarvík. Ég var þó ekki svo heppin að fá að kynnast honum þar sem hann lést langt fyrir aldur fram. Afi er jarðaður í kirkjugarðinum í Bolungarvík svo ég heimsæki hann alltaf þangað þegar ég fer vestur. Ég var einnig svo heppin að eignast kærasta sem er sjálfur að vestan, meira að segja frá Ísafirði og Bolungarvík. Mér leist nú reyndar ekkert á það þegar við fyrst kynntumst fyrir rúmlega 4 árum og athugaði mjög fljótlega á Íslendingabók hvort við værum nokkuð skyld. Ég ætlaði nú ekki að fara að vera með mögulegum frænda mínum. Við erum þó ekki skyld, sem betur fer!

Gunni bjó lengi á Ísafirði svo við höfum verið dugleg að fara þangað saman undanfarin ár og síðasta sumar tókum við viku roadtrip um vestfirðina með vinum okkar. Vinsældir Vestfjarðanna hafa verið að aukast síðustu ár og það ekki að ástæðulausu en firðirnir eins og þeir leggja sig eru með fallegri stöðum Íslands. Það er svolítið löng leið að fara en bílferðin ein og sér er upplifun, umhverfið er engu líkt. Mig langar eindregið til þess að mæla með að þú kæri lesandi gerir þér ferð vestur í sumar, þú verður ekki svikinn!

Í ferðinni okkar síðasta sumar eyddum við fyrstu nóttinni á Patreksfirði. Á leiðinni á Patreksfjörð, nálægt Flókalundi má meðal annars finna Hellulaug. Hellulaug er náttúrulaug sem er staðsett nálægt veginum og við sjóinn. Við stoppuðum þar og planið var að dífa okkur í laugina en þegar við mættum á staðinn var hún því miður troðfull af túristum. Það verður þó eitthvað lítið um erlenda túrista hérlendis í sumar svo laugin verður að öllum líkindum galtóm, heppin þið!

Á degi tvö keyrðum við frá Patreksfirði á Látrabjarg og að Rauðasandi en það eru með vinsælli ferðamannastöðum Vestfjarðanna.

Á mynd nr. 6 hér að ofan má sjá mig í fýlu því ég var svo svöng. Ég er því miður ein af þeim sem verður skelfilega leiðinleg þegar ég er svöng og aumingja Gunni lendir yfirleitt í að þurfa að díla við það. Á Rauðasandi er þó lítið kaffihús þar sem hægt er að fá kaffi, vöfflur, súpu o.fl. svo ég gat tekið gleði mína á ný eftir að hafa fengið að borða þar 😅

Seinna sama dag brunuðum við að Dynjanda. Við komum að fossinum að kvöldi til og það voru fáir á ferli svo við höfðum fossinn nánast út af fyrir okkur. Við grilluðum pullur niðri við bílastæðið og eyddum öllu kvöldinu við fossinn, voða kósý. Dynjandi er með fallegri fossum landsins, algjörlega þess virði að skoða.

Við fórum svo á Ísafjörð og eyddum tveimur nóttum þar. Við vorum ekkert sérstaklega heppin með veður en það kom nánast stormur einn daginn svo ein stöngin í tjaldinu okkar brotnaði 💔 Er innilega að vona að við náum að græja það eitthvað fyrir sumarið svo við getum notað tjaldið, þetta er nefnilega geggjað tjald! Við fjárfestum í því sumarið 2018 og höfum notað það mikið síðan. Tekur enga stund að henda því upp og svo er það mjög rúmgott, mæli með!

Frá Ísafirði tókum við svo rúnt á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Á Þingeyri er ótrúlega fallegt kaffihús sem heitir Simbahöllin. Ég las um Simbahöllina fyrir mörgum árum í Hús&Híbýli og hafði alltaf langað til að koma þangað. Þar fengum við sjúklega góðar belgískar vöfflur, súpu og kaffi.

Síðustu dögunum í þessari ferð eyddum við Gunni svo með fjölskyldunni minni í Hnífsdal. Þar voru mamma og pabbi búin að leigja hús sem Gunni kannaðist eitthvað við þegar við komum en hann átti einu sinni heima í Hnífsdal. Þá kom í ljós að Gunni hafði brotist inn í þetta sama hús þegar hann var lítill og á þeim tíma voru nunnur oft í þessu húsi, pínu fyndið.

Á leiðinni heim var síðasta stoppið okkar í Heydal. Þar er þessi bjútífúl laug ásamt veitingastað, gistihúsi og tveimur öðrum náttúrulaugum. Dásamlegur staður. Svo var þessi sæta kisa þarna þegar við komum. Það eru fleiri náttúrulaugar á leiðinni frá Ísafirði (eða til Ísafjarðar) og í raun á öllum Vestfjörðunum. Ef þið hafið áhuga á að vita hvar þær eru staðsettar er ykkur velkomið að senda mér skilaboð 🥰

AÐ LOKUM

Af þeim stöðum sem við höfum verið á Vesturlandi þá höfum við eytt mestum tíma á Ísafirði. Þar eru alls konar veitingastaðir, skemmtistaðir, bakarí o.fl. og mig langar til að mæla með nokkrum þeirra.

  • Gamla Bakaríið – Skyldustopp. Ég mæli með kleinuhring og kringlu og svo verður amma alltaf að eiga rommlengjur þaðan en þær eru kannski ekki fyrir alla.
  • Hamraborg – Besta sjoppa landsins að Gunna mati en hann er nú reyndar ekki hlutlaus blessaður. Mæli með í þynnku!
  • Húsið – Góður veitingastaður og um helgar er þetta einnig skemmtistaður á kvöldin. Yfirleitt trúbbi og geggjuð stemning.
  • Tjöruhúsið – Sjávarréttarstaður sem er staðsettur við höfnina. Þar er einungis borinn fram ferskur fiskur svo það er ekki eiginlegur matseðill heldur fer hlaðborðið eftir því hvað veiðist þann daginn. Mæli með að panta borð áður.
  • Heimabyggð – Mega næs kaffihús í miðbæ Ísafjarðar.
  • Dokkan – Eina brugghúsið á Vestfjörðum, gaman að kíkja og prófa nokkrar tegundir.

Vonandi nýtist þessi færsla einhverjum sem hefur hugsað sér að kíkja vestur í sumar🌞

LOVE
Sesselía Dan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s