Mæli með: Instagram accounts

Ég er mikill aðdáandi Instagram og nota þann miðil mikið, jafnvel of mikið stundum. Instagram er snilld á marga vegu en getur þó auðveldlega orðið eitthvað allt annað. Þegar ég var yngri þá fylgdi ég alls konar skvísum á Instagram sem mér fannst vera sætar, í góðu formi o.s.frv. og ómeðvitað bar ég mig saman við þær. Ekki að það sé neitt slæmt að vera sætur eða í góðu formi. Alls ekki bara en fegurð er afstæð, lífið er alls konar og mér finnst mikilvægt að það komi líka fram á samfélagsmiðlum. Í það minnsta hafði þetta ekki jákvæð áhrif á mig og mína sjálfsmynd og á þeim tíma fannst mér Instagram ekkert svo mikil snilld. Ég þorði ekki að setja mynd á Instagram því mér fannst þær ekki nógu flottar, mér fannst ég ekki nógu flott. Ég leyfi mér að fullyrða það að ég er ekki sú fyrsta sem hefur dottið í þá gryfju að bera saman mitt líf við líf annarra notenda á Instagram.

Í dag er staðan þó allt önnur. Hluta til vegna aukins þroska, hluta til vegna aukins sjálfstraust en einnig vegna þess að ég hef reynt að temja mér það að fylgja einungis aðgöngum á Instagram sem hafa góð áhrif á mig, veita mér innblástur og láta mér líða vel.

Mig langar að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds ❤

Matilda Djerf
Matilda er tískuskvís með afslappaðan og fallegan stíl sem ég elska. Það sem ég elska þó mest við hennar aðgang er að hún er persónuleg, deilir bæði góðum og slæmum dögum og einblínir á heilbrigðan lífstíl þar sem jafnvægi er lykilatriði. Hún er almennt bara geggjuð!

Heilsa og vellíðan
Líkt og nafnið gefur til kynna þá er hér að finna ýmislegt sem tengist heilsu og vellíðan. Girnilegar og hollar uppskriftir, heilsuráð og innblástur af ýmsu tagi. Anna Guðný heitir hún sem heldur úti bæði þessum aðgang og sinni eigin heimasíðu sem má finna HÉR. Anna Guðný er heilsumarkþjálfi, heldur úti netnámskeiði og kennir þerapíuna: Lærðu að elska þig. Mikil heilsudrottning, jákvæð og skemmtileg.

Stephanie Broek
Mega tískubabe, elska stílinn hennar. Hennar efni á Instagram snýst fyrst og fremst um tísku. Hún er mjög dugleg að endurnýta og nota sömu föt og fylgihluti sem er ekki mjög algengt innan áhrifavalda-tískuheimsins. Hún fer reglulega á nytjamarkaði, sýnir frá því og er með alls konar tískutengd tips&tricks.

Ása Steinars
Ein af fáum Íslendingum sem starfar við það að ferðast og taka myndir. Myndirnar hennar er svo fallegar og veita mér mikinn innblástur. Hún ferðast mikið erlendis en einnig innanlands og ég hef fengið alls konar hugmyndir frá henni um skemmtilega staði til að skoða út um allan heim. Mæli með fyrir ferðasjúka!

Elísabet Gunnars
Trendnetdrottning með meiru. Ég hef fylgst með Elísabetu á Instagram þó nokkuð lengi, sennilega síðan 2013 þegar ég fyrst uppgötvaði Trendnet. Hún deilir alls konar efni, persónulegu sem öðru og veitir skemmtilega innsýn í sitt líf. Hún hefur búið í hinum ýmsu löndum undanfarin ár og mér finnst alltaf skemmtilegt að fylgjast með hvernig er að búa annars staðar en á Íslandi. Fallegar myndir, tískuinnblástur og hlaupa/hreyfingar pepp er meðal annars það sem má finna á hennar miðli.

Josephine Bredsted
Josephine er frá Danmörku og deilir alls konar tengdu heilsu. Uppskriftum, hugleiðslu, hreyfingu og fleira. Hún er ótrúlega jákvæð og peppandi og opnaði nýverið sína eigin heimasíðu. Síðan ber einkunnarorðin „Discover your own path to a better life“ og má finna HÉR fyrir áhugasama.

Eins og þið kannski sjáið þá er ég voða hrifin af aðgöngum sem einblína á tísku, heilsu og/eða ferðalög. Færslan varð þó óvart bara með stelpum en ég fylgi nú samt alls konar fólki á Instagram og þetta er aðeins lítið brot af þeim aðgöngum sem ég held upp á.

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s