Bústaðarhelgi x2

Síðustu tveimur helgum eyddum við í sumarbústað með sinn hvorum vinahópnum. Ég eeelska bústaðaferðir. Það er svo næs að skipta um umhverfi, elda góðan mat, spila og eiga góðar stundir með sínum nánustu. Tala nú ekki um ef það inniheldur jafnvel göngu eða skoðunarferðir!

Hvítasunnuhelginni eyddum við í bústað við Þingvallavatn. Þangað höfum við komið nokkrum sinnum áður með vinum okkar þeim Birtu og Einari og í þetta skiptið bættust Simmi og Fanney við sem var alls ekki verra. Við komum upp í bústað seint á laugardagskvöldið og fór restin af kvöldinu í spil og kósý.

Færslan er stútfull af myndum og ég mæli með að smella á þær til þess að stækka.

Top 3 leiðinlegustu menn að spila við, persónulegt mat. Þeir vilja yfirleitt vera saman í liði gegn okkur stelpunum eingöngu til þess að pirra okkur og það með ágætis árangri..

Suðurlandið var pakkað af íslenskum ferðamönnum þessa helgina svo nær allir ferðamannastaðir nálægt bústaðnum voru yfirfullir. Við eyddum því sunnudeginum í að reyna að komast að á hinum ýmsu stöðum og enduðum loks í Gömlu lauginni á Flúðum sem var voða huggulegt.

Svo bættist í hópinn þegar Margrét og Gauti komu til okkar á sunnudagskvöldið. Við grilluðum saman, tókum smá göngu og spiluðum það sem eftir var kvöldsins. Ótrúlega kósý og góð helgi ❤

Síðustu helgi vorum við svo í bústað hjá Reykholti. Veðrið var örlítið betra þá en helgina þar áður svo við eyddum meirihluta helgarinnar úti í sólinni.

Ég læt myndirnar tala sínu máli.

Á laugardeginum var sól og blíða allan daginn og var ágætis meirihluti sem sólbrann þann daginn, sumir aðeins meira en aðrir 🌞

Það bættust svo nokkrir í hópinn á laugardaginn og um kvöldið vorum við um 14 talsins. Mikið borðað, mikið drukkið, mikið hlegið og mikið gaman. Geggjuð helgi í alla staði!

Eins og ég segi þá elska ég sumarbústaðaferðir, það er fátt betra en að eiga góða daga með sínum bestu vinum ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s