Síðustu dagar

Viðburðarík vika að baki!

Á mánudaginn síðasta byrjaði ég í nýrri vinnu sem ég er mikið spennt fyrir. Ég er í fyrsta skipti að starfa við eitthvað sem tengist því sem ég er að læra og það er ótrúlega góð tilfinning. Það er extra skemmtilegt að vera smátt og smátt að öðlast reynslu á „sínu“ sviði, kynnast alls konar fólki og læra af því.

Fyrsta vinnuvikan var þó aðeins öðruvísi en gengur og gerist. Það var frídagur í miðri viku vegna 17. júní og svo var einnig starfsmannaferð á föstudaginn. Svolítið skrítið að fara beint í ferð með nýjum samstarfsfélögum en voða gaman engu að síður og ég náði að kynnast nokkrum þeirra betur.

17. júní í ár var mjög afslappaður og þægilegur. Veðrið hér heima var geggjað og við eyddum megninu af deginum úti á palli, eins og svo oft áður þegar sólin lætur sjá sig.

Á laugardag fór ég svo í útskrift og klæddist loksins kjól sem ég var búin að geyma þó nokkuð lengi.

Kjóll - Stine Goya // Skór - Unif

Ég hef þetta ekki lengra í bili. Takk fyrir að lesa ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s