Útbúnaður dagsins
Þetta er reyndar alls ekki útbúnaður dagsins í dag. Þegar þetta er skrifað sit ég í sófanum heima í stuttermabol og jólanáttbuxum af Berglindi. Til að toppa lúkkið er ég í bikiníi innan undir því ég var á leiðinni í pottinn en um leið og ég ætlaði að stíga út fyrir dyrnar kom grenjandi rigning. Svo hér sit ég og vona að rigningin hætti sem fyrst.
En að útbúnaði föstudagsins. Við héldum nokkur saman afmæli fyrir vin okkar sem heppnaðist ótrúlega vel. Afmælið var haldið úti í stóru tjaldi svo ég vildi vera fín en samt í hlýjum fötum ef það skyldi verða kalt.
Jakki - Spúútnik // Buxur - Spúútnik
Alveg óvart Spúútnik frá toppi til táar.
Ég hef aldrei fengið jafn mikla athygli út á eina flík eins og þennan jakka. Ég keypti hann í fyrra rétt fyrir Kótelettuna og var í honum eitt kvöldið. Það var ókunnugt fólk að koma upp að mér allt kvöldið og hrósa jakkanum og í lok kvölds hélt ég að einhver væri að rugla í mér, að þetta væri eitthvað fyndið djók sem einhver hefði planað. Hef ekki enn komist að hvort það hafi verið raunin. Hvort sem er þá er þessi jakki einn af mínum uppáhalds flíkum og það var löngu kominn tími á að gera færslu tileinkaða honum!
LOVE
Sesselía