Sveitasæla

Sveitin er minn allra uppáhalds staður. Þar er svo mikil kyrrð og ró, ekki vottur af stressi. Afi er fæddur og uppalinn í Kjarnholtum í Biskupstungum og við fjölskyldan eyddum síðustu helgi þar í bongóblíðu. Afi vill reyndar meina að veðrið sé alltaf best upp í sveit sama hvað en það má svo sem deila um það. Mér finnst ég reyndar alltaf tala um veðrið í hverri einustu færslu, alveg óvart. Það gerir bara svo heilmikið fyrir mig ef veðrið er gott!

Helgin einkenndist af mikill útiveru þar sem veðrið var svona fínt. Við komum upp í sveit á föstudagskvöldinu og tókum smá miðnæturrúnt á Gullfoss og að Brúarhlöðum. Sólin var að setjast á þeim tíma sem gerði umhverfið allt í kring extra fallegt. Bjútífúl kvöld ❤

Á laugardaginn var fyrri part dags eytt í sólbað á pallinum eins og svo oft áður. Seinni partinn fórum við í Haukadal. Fyrir ykkur sem ekki hafið farið í Haukadal þá mæli ég eindregið með að gera ykkur ferð, hann er algjör paradís. Það eru alls konar gönguleiðir í gegnum Haukadalsskóg, lítil náttúrulaug og þar er einnig kirkjan sem ég ætla að gifta mig í – Haukadalskirkja. Sýndi Gunna einmitt kirkjuna um helgina í þeirri veiku von að fá mögulega bónorð í kjölfarið en það gerðist nú ekki. Ég þarf víst að bíða eitthvað lengur eftir því…

Við gengum í rúman klukkutíma um skóginn en hefðum auðveldlega getað verið þar mikið lengur, svo margar eru gönguleiðirnar. Inni í skóginum er líka aðstaða til þess að grilla og borða úti, örugglega mjög næs að taka með sér nesti og eyða deginum þarna.

Á sunnudeginum ákváðum við að flýta okkur ekki heim og eyða sem mestum tíma í sveitinni. Eins og fyrri daginn þá var miklum tíma varið á pallinum en svo kíktum við mamma, pabbi og Einar að læk sem rennur í gegn um sveitina. Lækurinn rennur niður smá gil og myndar lítinn foss. Ótrúlega fallegt svæði sem ég hafði ekki komið á síðan ég var töluvert yngri. Frískandi og skemmtilegt að henda sér í kaldan læk!

Fullkomin helgi með fjölskyldunni ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s