Helgin

Þessi fína helgi byrjaði uppi í sveit með vinum okkar í grilli og kósý. Kvöldið endaði reyndar á allt annan veg en ég (og allir held ég) bjóst við – inni í lítilli kirkju að syngja og spila á Orgel. Óvænt en skemmtilegt!

Restinni af helginni eyddum við heima. Á laugardagsmorguninn vaknaði ég pirruð og hafði ekki hugmynd um afhverju. Hreinlega allt fór í taugarnar á mér. Ég fór því út að hlaupa í rigningunni með ekkert í eyrunum til þess að hreinsa hugann. VÁ hvað það gerði mikið fyrir mig. Ég kom heim endurnærð, með skýra sín á hvað það var sem var að angra mig og gat tekist á við restina af deginum talsvert hamingjusamari. Oft þarf svo lítið til þess að bæta daginn (skapið).

Það var þó ekki mikið gert eftir hlaupið. Ég horfði á allt of marga þætti af How I Met Your Mother og borðaði nammi. Mamma græjaði salat í kvöldmat (mitt uppáhalds salat) og ég eldaði tofu með. Kvöldinu eyddum við mamma svo í að mála svefnherbergið hjá þeim pabba fram á nótt. Vægast sagt villt laugardagskvöld þessa helgina.

Sunnudagurinn var svipað rólegur en notalegur. Við Gunni fórum í pottinn á meðan sólin lét sjá sig, ég editaði nokkrar myndir og svo dró mamma mig með í göngu.

Þrátt fyrir að hafa verið heima alla helgina með lítið sem ekkert fyrir stafni þá naut ég helgarinnar mikið. Ég þarf stundum að minna mig á að ég þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað eða fara eitthvað. Það er nauðsynlegt við og við að vera bara heima og gera „ekkert“.

Eins finnst mér líka mikilvægt að segja ekki einungis frá viðburðaríkum dögum í mínu lífi hér inná því það gefur alls ekki rétta mynd af því. Vissulega finnst mér skemmtilegt að plana helgar og gera eitthvað skemmtilegt en það er ekki alltaf þannig. Mér finnst nefnilega líka voða fínt að vera bara heima.

Ég vona að allir hafi átt góða helgi ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s