Ævintýri í Borgarfirði

Um síðustu helgi fórum við í útilegu í Reyðarfellsskóg í Borgarfirði. Þetta var algjör skyndiákvörðun en oft eru það þær bestu. Við lögðum af stað á föstudagskvöldið í dásamlega fallegu sólsetri og vorum komin á tjaldsvæðið í niðamyrkri um 11 leytið sama kvöld. Nóttin var ísköld en svo vöknuðum við morguninn eftir í svitakófi í sól og blíðu. Mæli ekki með að sofna í úlpu ef von er á sól daginn eftir..

Helgin var vægast sagt viðburðarík og fáránlega skemmtileg. Það kom mér á óvart hvað það er mikið af fallegum stöðum í Borgarfirðinum og mér finnst ég eiginlega hafa uppgötvað svæðið alveg upp á nýtt. Við höfum verið á þessum slóðum nokkrum sinnum áður en í þetta skiptið fórum við á alls konar staði sem ég hef aldrei heyrt um áður.

Surtshellir
Laugardagurinn byrjaði á skoðunarferð um Surtshelli. Hægt er að ganga um 1,9 km ofan í hellinum og það á víst eftir að kanna stóran hluta af honum enn. Skræfan ég þorði reyndar ekki mikið lengra en tvö skref inn í hellinn en restin af hópnum labbaði alla leið. Á leiðinni í gegnum hellinn eru nokkur op og hægt er að ganga ofan frá að þeim öllum sem mér fannst sjálfri alls ekkert verra. Það er magnað af standa ofan frá og horfa ofan í risastóran hellinn. Eflaust magnað að labba alla leið líka en hef því miður ekki reynslu af því, kannski næst 😅

Hraunfossar og Barnafoss
Þeir voru þó nokkrir fossarnir skoðaðir um helgina. Þessir eru saman nálægt Húsafelli og eru mikið fallegir. Alveg þess virði að stoppa og taka smá rölt um svæðið, það er bjútífúl!

Steðji brugghús
Okkur datt í hug að kíkja í bjórsmökkun í Steðja sem er brugghús nálægt Reykholti. Þar pöntuðum við nokkra platta með sjö tegundum af bjór. Hver platti var á litlar 1500 kr. sem okkur fannst alls ekki dýrt. Mér finnst alltaf stemning að kíkja í bjórsmökkun þó svo að ég sé alls ekki fyrir allar tegundir af bjór. Sniðugt að hringja á undan sér áður en maður kemur!

Giljafoss
Er ekki alveg viss hvort þetta sé rétt nafn en fossinn er allavega nálægt bæ sem heitir Giljar og er í Reykholtsdal. Þennan stað hafði ég aldrei heyrt um en mun hiklaust fara aftur á. Ótrúlega fallegur staður sem ég hefði alveg viljað eyða meiri tíma á. Nokkrir úr hópnum hoppuðu af klettunum og ofan í fossinn og ég sá svolítið eftir að hafa ekki bara gert það líka, er stundum full mikil skræfa.. En ég fór og buslaði í vatninu, er það ekki eitthvað?

Það var heilmikil dagskrá á laugardeginum enda veðrið svo næs og lítið annað að gera en að vera úti að stússast. Restin af deginum fór svo í blak í Húsafelli og grill og kósý upp á tjaldsvæði.

Ásgil
Á sunnudeginum lá leiðin heim en við vildum þó nýta sólina og gera eitthvað skemmtilegt fyrir heimferð. Við enduðum í gili nálægt Hraunfossum sem er önnur falin perla í Borgarfirðinum. Ég held að svæðið heiti Ásgil, þori samt ekki alveg að fullyrða það. Við gengum smá spöl inn í gilið þar til við komum að þessum fallega stað. Þarna stökk ég útí! Reyndar ekki niður af fossinum heldur lítilli sillu ofan í vatninu, en maður verður að byrja einhvers staðar er það ekki? Mér fannst ég allavega heilmikið dugleg að hoppa!

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þetta hafi verið ein besta helgi sumarsins. Geggjað veður, geggjaður staður og geggjaður félagsskapur ❤

Ég tek þó ekkert credit fyrir þá staði sem við fórum á um helgina heldur eiga Margrét og Fanney vinkonur mínar allan heiðurinn þar. Fanney er úr Borgarfirðinum svo hún leiddi okkur að bæði Giljafoss og Ásgili, snilld að hafa eina af svæðinu til að guide-a!

Annars ef þið hafið frekari spurningar varðandi ferðalag helgarinnar er alltaf velkomið að senda mér skilaboð hvort sem það er hér eða í gegnum Instagram. Mér þykir mjög vænt um þegar þið gefið ykkur tíma til þess að senda mér skilaboð varðandi færslurnar (eða bara hvað sem er) ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s