Minn „go to“ útbúnaður

Þegar ég vel mér föt á morgnana fyrir vinnu eða skóla þá leitast ég yfirleitt í eitthvað sem er þægilegt en á sama tíma nokkuð fínt. Sá útbúnaður sem verður oftar en ekki fyrir valinu eru gallabuxur, bolur, strigaskór og svo einhver yfirhöfn. Mögulega hendi ég skartgripum með. Eins basic og það gerist en alltaf solid.

Hér að neðan er fullkomið dæmi um mitt go to dress á venjulegum degi.

Buxur - Vintage levi's úr Wasteland // Bolur - Weekday // Skór - Nike P-6000 // Trench - Vintage úr Wasteland // Sólgleraugu - Weekday // Taska - Spúútnik

Ef ég vil svo poppa annars látlausan útbúnað upp þá verða áberandi skartgripir oftar en ekki fyrir valinu, eyrnalokkar í sterkum lit eða hálsmen í stærri kantinum.

Látið þó ekki blekkjast. Þau föt sem mig langar raunverulega að klæðast alla daga eru gamlar, appelsínugular stuttbuxur og 10 ára gamall bolur af Gunna. Hef það bara ekki í mér að láta sjá mig í því dressi utandyra. Mögulega hef ég slysast til að fara í því í sjoppuna hér heima en það hefur þá verið í algjörum neyðartilvikum.

Takk annars fyrir að lesa ❤ Þið megið endilega láta mig vita ef þið hafið gaman að svona færslum (eða ef þið hafið ekki gaman að svona færslum, það má alveg líka).

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s