Fullkomin afmælishelgi
Ég átti afmæli síðasta mánudag, eða þann 7. september og í tilefni þess bauð Gunni mér í bústað í tvær nætur. Bústaður er kannski ekki alveg rétt orð, íbúð á sennilega betur við. Íbúðina fann Gunni á Airbnb og er hún staðsett rétt fyrir ofan Urriðafoss.
Íbúðin er ekkert smá falleg og vönduð með allt til alls. Stórir gluggar, útsýni, fallega innréttuð og hugsað út í hvert smáatriði. Algjör draumur 💭
Við áttum voða kósý helgi þar saman og munum hiklaust koma til með að bóka þessa gistingu aftur seinna!
Ægilega hamingjusöm í sólinni
Við gerðum lítið annað en að borða, vera í pottinum og slaka. Fullkomin afmælishelgi ❤
Hér má sjá brætt súkkulaði sem leit út eins og 💩
Ég hef þetta ekki lengra í bili, langaði aðallega að deila nokkrum myndum með ykkur ❤
LOVE
Sesselía