Útbúnaður sunnudagsins

Heil og sæl!

Ég get eiginlega ekki byrjað þessa færslu án þess að minnast á viðbrögðin við þeirri síðustu. Þau fóru fram úr öllum mínum væntingum og ég var hálf orðlaus í marga daga eftir að ég birti bæði færsluna og myndbandið í story á Instagram. TAKK svo innilega fyrir falleg viðbrögð, mér þykir alveg ofboðslega vænt um þau. Mikil hvatning til þess að halda áfram að vera einlæg og deila meira með ykkur ❤

Við Gunni gerðum okkur ferð til Reykjavíkur í dag að heimsækja góða vini og arinsera aðeins. Veit ekki alveg hvort arinsera sé orð en mamma notar það óspart. Þá er hún að sýsla í hinu og þessu. Að arinsera!

Allavega.

Við kíktum meðal annars í Grasagarðinn. Ég elska Grasagarðinn, finnst svo gaman að rölta þar um og sérstaklega á haustin. Fyrir þremur árum fór ég í stúdenta myndatöku í Grasagarðinum, einmitt að hausti til, og Gunni var með á nokkrum myndum. Á þeim tíma vorum við búin að vera saman í tæpt ár og mér þykir svo vænt um þessa myndatöku. Ótrúlega dýrmætar minningar ❤ Það spilar svolítið inn í afhverju ég er svona hrifin af Grasagarðinum.

Síðustu daga hef ég verið með ægilega löngun í að kaupa eitthvað nýtt. Ég þarf svo sem ekki neitt en löngunin til að kaupa eitthvað poppar upp öðru hverju. Maður er nú alltaf að reyna að minnka neyslu og jafnvel spara aðeins svo að kaupa eitthvað sem er ekki nauðsynjavara er ekki alveg inni í myndinni núna. Ég ákvað því að róta í staðinn í fataskápum heimilisins og athuga hvort ég finndi ekki eitthvað fínt sem ég gæti notað.

Ég fann allskonar! Byrjaði í mínum fataskáp og fann þar buxur sem ég hafði ekki notað í dágóðan tíma (sjá hér að neðan). Færði mig svo yfir í Gunna fataskáp og fann þessa fínu, þykku peysu sem hann notar aldrei en smellpassaði á mig. Endaði svo í fataskápnum hjá mömmu og fann peysuna sem ég er í á myndunum hér að neðan.

Peysa - Tommy Hilfiger (Í láni frá mömmu) //
Buxur - Fatamarkaðurinn // Skór - Veja

Sparnaðar- og neysluráð frá mér til þín, fara í gegnum fataskápa fjölskyldumeðlima! Hafa ber þó í huga að ekki allir fjölskyldumeðlimir eru hrifnir af því að þú rótir í skápunum þeirra (Berglind).

Fáið hér nokkrar misgóðar af mér í lokin.

Ég vona að þið hafið átt góða helgi ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s