Öðruvísi nótt í Reykjavík

Síðasta föstudag áttum við Gunni pantað á hóteli í Reykjavík. Sama dag voru einnig boðaðar hertar samkomutakmarkanir. Þetta var vissulega ekki besti tíminn til þess að ferðast á milli bæjarhluta en við ákváðum þó að halda okkur við bókunina, eyða sem mestum tíma á hótelherberginu sjálfu og njóta þess að eiga smá deit saman eftir annasamar vikur.

Ein ástæðan fyrir því að við ákváðum að halda okkur við bókunina var sú að við höfðum áður afbókað sömu bókun nokkrum mánuðum áður, eða í mars. Þá áttum við bókað herbergi sama dag og samkomubannið var sett á í fyrsta sinn, skemmtileg tilviljun það!

Þrátt fyrir sérstakar aðstæður áttum við ótrúlega næs sólarhrings deit. Við gistum á Hótel Borg, rótgrónu og fallegu hóteli í miðbænum sem við munum eflaust koma til með að bóka aftur. Herbergin eru rúmgóð, fallega hönnuð og með allt til alls. Það var alls engin kvöð að „þurfa“ að eyða sem mestum tíma þar, þvert á móti.

Við skruppum þó út af hótelinu til þess að fara og borða á veitingastaðnum Kol. Þar voru sóttvarnir að sjálfsögðu til fyrirmyndar og þjónustan upp á 10. Ég tók svo eftirrétt með í take away upp á hótel. Merkilegt að ég hafi valið mér maka sem borðar ekki eftirrétti??

Það var svo ekki meira gert það kvöldið annað en að liggja uppi í rúmi með rauðvín og makkarónur að horfa á 8 Mile. Mjög svo rómantískt. Morguninn eftir fórum við svo í verulega fínan morgunmat á hótelinu. Vegna aðstæðna var ekki boðið upp á morgunverðarhlaðborð heldur gátum við pantað allt sem við vildum af matseðli. Það endaði að sjálfsögðu þannig að við pöntuðum allt of mikið svo maturinn flæddi nánast af borðinu. Græðgin alveg að fara með okkur.

Við checkuðum okkur svo út um hádegi og tókum smá rölt um miðbæinn í fallegu veðri áður en við lögðum af stað heim. Við vorum ánægð með að hafa haldið okkur við bókunina því þetta var nákvæmlega það sem við þurftum. Nýtt umhverfi, bara við tvö.

Þetta er ef til vill „öruggasta“ leiðin til að taka smá frí í núverandi ástandi? Gista á hóteli þar sem öll herbergi eru þrifin hátt og lágt, samskipti við aðra eru í lágmarki og hver og einn getur verið í sinni búbblu. Ekki að ég vilji hvetja fólk til þess að ferðast mikið út fyrir heimilið en fyrir par sem býr enn heima hjá mömmu og pabba og er lítið út af fyrir sig þá var þetta góð lausn til þess að fá smá breik frá amstri dagsins.

Annars vona ég að allir hafi það gott og séu heilir heilsu á líkama og sál ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s