Jólaóskalisti 2020

Ahh jólin. Ég get ekki beðið!

Undanfarið hefur fólkið í kringum mig verið að spyrja hvað mig langi í jólagjöf og ég ekkert endilega með góð svör á þeirri stundu. Mér datt því í hug að útbúa lista hér á blogginu yfir ýmislegt sem mér sjálfri þætti gaman að fá í gjöf og mögulega gefið ykkur smá inspo að jólagjafahugmyndum. Eins er verulega þægilegt fyrir mig að geta bent á þennan fína lista næst þegar einhver spyr hvað mig langi í gjöf.

Snæfell - 66 North // Gönguskór - GG Sport // Ganni húfa - Geysir // Gjafakort - Hildur Yeoman // Hvisk taska - Húrra Reykjavík // Eyrnalokkar - Ingunn Embla // Óvissuferð // Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi - Bergsveinn Ólafsson // Rúmföt - Geysir // Bál kerti - Haf store

Hér á lista má meðal annars finna ýmislegt útivistar- og tískutengt, gjafabréf í Hildi Yeoman, bók eftir Bergsvein Ólafs, rúmföt, ilmkerti og óvissuferð. Það hefur aukist undanfarin ár að fólk velji að gefa einhverskonar upplifanir í gjöf, t.d. hótelgistingu, miða á tónleika, leikhúsferð eða einhverskonar óvissuferð. Mér finnst svona gjafir vera svo skemmtilegar, bæði til að gefa og þiggja!

Svo setti ég einnig á lista skart eftir Ingunni Emblu. Systir mín benti mér á hana á Instagram fyrir stuttu og ég varð alveg heilluð af skartinu sem hún er að búa til. Ótrúlega fallegt. Ég hef stundum keypt skartgripi af íslenskum stelpum á Instagram og ég held mikið upp á þá. Bæði er skartið einstakt og ólíkt öðru sem ég á og svo er extra skemmtilegt að geta stutt við íslenska, upprennandi hönnuði.

Hef þetta ekki lengra í bili. Vonandi hafið þið gaman að svona færslu ❤

Aldrei að vita nema að ég geri fleiri í þessum dúr fyrir jól.

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s