Að lifa prófatíð af

Þessa dagana eru mörg okkar byrjuð að undirbúa fyrir komandi prófatíð, undirrituð þar á meðal. Verandi nemi á þriðja ári við Háskóla Íslands þá hef ég orðið ágætis reynslu af lokaprófum og öllu sem þeim fylgir.

Ég hef talað um þetta áður en á fyrstu önninni minni var ég ein taugahrúga. Grét mikið, fannst ég ekki kunna neitt og þróaði með mér þennan fína prófkvíða sem hefur ekki yfirgefið mig síðan. Önnin endaði þó vel og ég hef komist nokkuð áfallalaust í gegnum þrjár annir í viðbót, bráðum fjórar.

Staðan er töluvert betri í dag. Ég græt minna, finnst ég kunna ýmislegt og prófkvíðinn hefur minnkað. Hann er þó alltaf til staðar og ég held við tengjum flest við það að vera alltaf svolítið kvíðin fyrir próf.

Í tilefni komandi jólaprófa langar mig að deila með ykkur nokkrum góðum ráðum sem mér sjálfri voru gefin á sínum tíma og hafa nýst mér vel ❤

  1. Sjáðu fyrir þér þá niðurstöðu sem þú vilt fá. Viltu ná prófinu? Sjáðu það fyrir þér. Ekki búast við því versta, það eykur einungis líkurnar á að það raunverulega gerist og þú ferð inn í prófið með neikvætt viðhorf. Jákvæðni kemur manni heilmikið langt.
  2. Ekki læra fyrir næsta próf sama dag og þú tekur annað. Ef þú mögulega getur og hefur tíma þá þá mæli ég eindregið með að hvíla aðeins á milli prófa. Þú mætir mikið ferskari og tilbúin að læra fyrir næsta próf daginn eftir.
  3. Græjaðu nesti yfir daginn. Þú sparar tíma og eykur einnig líkurnar á að þú borðir næringaríkt yfir daginn. Heilinn keyrir á næringu og við viljum hafa heilann í standi á meðan á prófatíð stendur.
  4. Skipuleggðu prófatíðina fyrirfram. Næstu 2-3 vikurnar, dag fyrir dag. Ég er skipulögð að eðlisfari og myndi ekki fúnkera án skipulags en það skiptir mig sérstaklega miklu máli í prófatíð. Vita hversu marga daga ég hef til að læra fyrir hvert próf, hvað ég vil leggja áherslu á og reyna að púsla því svo saman. Set myndir af mínu skipulagi síðan í vor hér að neðan, mæli með að ýta á þær til að sjá betur.
  5. Lágmarkaðu skjátíma í símanum. Segir sig kannski svolítið sjálft. Síminn er mjög truflandi og getur verið algjör tímaþjófur. Sniðugt að setja t.d. time-limit á þau forrit sem þú notar mest.
  6. Náðu góðum svefni. Sérstaklega fyrir próf. Það sem þú lærir á daginn stimplast inn á nóttunni.
  7. Einblíndu á að læra – án samviskubits. Það er allt í lagi þó þú náir minni hreyfingu í prófatíð. Það er allt í lagi þó þú náir minni tíma með fjölskyldu, maka eða vinum. Það er allt í lagi að setja námið framar öllu öðru í nokkra daga ef það er það sem þú þarft.
  8. Ekki ofkeyra þig. Smá framhald af punktinum hér að ofan. Einblínum á að læra en með pásum á milli. Það er hinn gullni meðalvegur sem við erum að leitast eftir. Læra vel en ekki klára okkur alveg. Pása þegar heilinn getur ekki meir.
  9. Gerðu kósý í kringum þig. Lykilatriði. Það getur verið drulluerfitt að læra stanslaust frá morgni til kvölds, marga daga í senn og þá breytir öllu að hafa það a.m.k örlítið huggulegt. Kveikja á kerti, gera góðan kaffibolla, hlusta á næs tónlist og hafa gott möns.
  10. Treystu á innsæið. Þú veist og getur miklu meira en þú heldur. Alltaf.

Ég vona innilega að þessi ráð nýtist einhverjum. Þau gera a.m.k kraftaverk fyrir mig.

Gangi ykkur vel í lokaprófunum ❤ ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s