Vetrarútbúnaður dagsins

Í tilefni lækkandi hitastigs og vetursins sem er kominn til að vera næstu 3-4 mánuðina birti ég hér fyrstu vetrarútbúnaðarfærsluna. Það er eitt langt orð.

Úlpa - Síð Dyngja frá 66°norður // Peysa - Vintage Ralph Lauren úr Spúútnik // Buxur - Mango // Skór - Eytys

Ég eeeelska þessa úlpu. Líður smá eins og ég sé vafin í svefnpoka þegar ég er í henni. Verulega kósý á köldum dögum. Úlpan er rúmlega ársgömul og ég er ekki alveg viss um að hún sé enn til í nákvæmlega þessu efni en sniðið er til og ég mæli hiklaust með. Mér hefur ekki orðið kalt síðan ég eignaðist hana!

Buxurnar eru ofsa gamlar, skórnir eru keyptir í sumar en peysan er ný. Ég fann peysuna í Spúútnik í Kringlunni eftir að hafa leitað lengi að peysu í svipuðum stíl. Mjög ánægð með hana!

Ég hef þetta ekki lengra í bili. Takk fyrir að lesa ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s