Jólakveðja

Mig langaði rétt að koma hér inn og senda ykkur smá jólakveðju með nokkrum myndum frá síðustu dögum.

Á Þorláksmessu fórum við fjölskyldan niður í bæ í Reykjavík. Það er hefð sem hefur skapast hjá okkur undanfarin ár og ég held mikið upp á hana. Finnst voða notalegt að rölta niður Laugaveginn með kakó í hönd og fylgjast með mannlífinu. Maður fær jólastemninguna beint í æð!

Röltið var þó vissulega aðeins öðruvísi í ár. Við fórum lítið inn í verslanir, vorum með grímur og tókum mat með heim í stað þess að borða öll saman á veitingastað niðrí bæ. Ótrúlega góður dagur engu að síður ❤

Aðfangadagur var svo verulega rólegur og næs. Við borðuðum matinn frekar seint eða um hálf átta, opnuðum pakkana í rólegheitunum og borðuðum eftirrétt.

Dagurinn endaði svo á Harry Potter hjá okkur Gunnsa. Við höfum tekið Harry Potter maraþon í desember síðustu þrjú ár og ég elska það en Gunni er ekki alveg jafn spenntur fyrir því og ég. Hann sleppur þó ekki við það 😇

Mig langar til þess að óska þér og þínum gleðilegra jóla kæri lesandi!
Ég vona að þú hafir notið þeirra vel með þínum nánustu (og haldir áfram að njóta þess sem eftir er) ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s