Hvað stóð upp úr árið 2020?

Ég veit varla hvernig ég á að byrja þessa færslu. Þvílíkt og annað eins ár.
Það eftirminnilegasta hingað til, það er alveg klárt!

Í heildina litið fannst mér árið 2020 mjög gott. Ég er þó í þeirri forréttindastöðu að engin náinn mér smitaðist af veirunni, ég þurfti aldrei að fara í sóttkví og ég veit í raun ekkert betra en að vera heima. Samkomutakmarkanir, fjarkennsla og mikil heimavera hentaði mér því alls ekki illa. Verst var þó að geta ekki hitt alla þá sem mér þykir vænt um. Þjóðhátíð var líka aflýst, það var heilmikill skellur.

Þetta var ekki ár stórra viðburða, utanlandsferða eða annarra þátta sem hafa hingað til staðið upp úr. Þetta var ár sem kenndi mér að meta betur það hversdaglega sem gefur lífinu lit, vera þakklát fyrir það sem ég hef og njóta augnabliksins. Hér að neðan er brot af því dásamlega fólki (og dýrum) sem hjálpuðu til við að gera þetta ár eins gott og það var ❤

Hér er það sem stóð upp úr árið 2020 hjá mér:

  1. Ég opnaði bloggið – eitthvað sem mig hafði langað til að gera í mörg ár og þorði loksins að taka af skarið. Án efa besta ákvörðun ársins.
  2. Varð liðugri – mitt helsta afrek árið 2020 er að ná að snerta tærnar í samloku. Ég var svo fáránlega stirð en er bara nokkuð liðug í dag (eða liðugri en ég var a.m.k).
  3. Ferðaðist mikið um Ísland. Suðurlandið, Austurland, Norð-Austurland og Vesturland. Það allra besta sem ég geri. Þið getið lesið ferðasöguna HÉR og HÉR.
  4. Eignaðist nýja vini ❤
  5. Eyddi mjög miklum tíma með fjölskyldunni. Fjölskyldan mín er mjög náin en vegna aðstæðna fengum við enn fleiri samverustundir þetta árið sem mér þykir svo vænt um. Sú besta var uppi í sveit í sumar. Þið getið lesið um það HÉR.
  6. The Ritual Class, námskeið sem ég tók hjá Rvk ritual. Life changing dæmi og margt sem ég tek þaðan sem hefur breytt mínu lífi til hins betra.
  7. Sumarið í heild. Þegar allt varð nokkuð eðlilegt aftur og við fengum smá tíma til að anda, hitta fólkið okkar og gera eitthvað skemmtilegt.
  8. Afmælisferðin mín. Gunni leigði svo fallega íbúð úti í sveit og við eyddum tveimur dögum þar í algjörri slökun. Þið getið lesið um hana HÉR.
  9. Útilega í Borgarfirði í ágúst. Geeeeggjuð helgi í alla staði. Sjá HÉR.
  10. Heiti potturinn heima. Hef talað um þennan blessaða pott áður en hann er bara svo mikil snilld. Elska, elska, elska að vera í pottinum.

Í lokin langar mig að óska þér gleðilegs nýs árs ❤
Árið 2020 fer í sögubækurnar og það verður sérstök tilfinning að kveðja það eftir nokkra daga. Það eru bjartari tímar framundan og ég get ekki beðið eftir að sjá hvað árið 2021 hefur upp á að bjóða.

Þá langar mig einnig að segja TAKK kærlega fyrir að kíkja stundum hér við á bloggið. Mér þykir svo innilega vænt um hvert og eitt ykkar ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s