Janúar í myndum

Mér datt í hug að deila myndum frá þessum fyrsta mánuði ársins. Mörgum finnst janúar vera lengsti og jafnvel erfiðasti mánuður ársins og ég hef oft verið í hópi þeirra. Það er ekki tilfellið núna, janúar var bara frekar næs og ég náði að hitta megnið af mínu uppáhalds fólki (náði þó ekki myndum af þeim öllum) ❤

Fyrsta mynd ársins var þessi hér, tekin á fyrsta degi ársins. Vægast sagt falleg byrjun á 2021 💕

Deit með Lilju, Ásgerði og uppáhalds Guðmundi Garðari, bæjarrölt með Beggu og síðasta önnin í HÍ hafin. Svo kláraði ég bókina Women Don’t Owe You Pretty á fyrstu dögum ársins, mín uppáhalds bók til þessa. Þið finnið ítarlegri umsögn um bókina HÉR.

Laugardagsrúntur með Gunnsa og ég að æfa mig á myndavélina.

Getum við aðeins staldrað við þessa mynd hér að neðan. Hvernig í ósköpunum tekst Gunna að fanga svona móment af mér? Ég er eins og gamall maður í framan??

Veðrið í janúar var merkilega gott, a.m.k á Suðurlandinu. Ég man ekki eftir svona góðum janúar áður, veðurfarslega séð. Næs að taka göngutúr inn á milli netfyrirlestra og fá smá sól.

Kósýgallinn – uppáhalds morguntvennan – popp yfir Marvel maraþoni – bókin sem ég er að lesa – litli fylgihluturinn minn sem er aldrei langt undan ❤

Heimadekur fyrir bóndann minn á bóndadaginn ❤

Kaldur en góður sunnudagur í borginni sem endaði á geggjuðum vegan mat á Spes Kitchen.

Síðasta helgin í janúar var viðburðarík. Föstudagurinn byrjaði í pottinum með Simbunum tveimur, við Begga tókum svo lærdómsdeit á Hendur í höfn og um kvöldið fór ég í kósý útskrift hjá Dóru minni. Laugardagskvöldið fór svo í spil og geggjað blómkálstaco með Beggu, Atla og Talíu.

Ég mæli með að kíkja yfir myndir og myndbönd í lok mánaðar, það minnir okkur á ýmislegt gott sem hann hafði í för með sér ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s