Á óskalistanum #1

Ég biri tvær færslur um jólin sem innihéldu hugmyndir að jólagjöfum og mér fannst svo skemmtilegt að búa þær til. Hér birti ég því eina nokkuð svipaða þar sem ég deili með ykkur fáeinum vörum sem eru á óskalistanum hjá mér þessa stundina.

Buxur – 7 Days Active // Peysa – 7 days Active // Ferðakaffimál – KeepCup / Epal // Bronzer – Chanel Les Beiges / Hagkaup // Strigaskór – New Balance 530SG // Print – Flower Market by Astrid Wilson / Mikado // Suit Buxur – Djerf Avenue // Sandalar – Birckenstock / Skór.is // Kaffibolli – Ker // Toppur – Aimn / Wodbúð

Mig hefur langað í strigaskó frá New Balance svoooo lengi, sé fram á að fjárfesta í einum slíkum þegar líður á vorið. Eins buxurnar frá Djerf Avenue en þær eru alltaf uppseldar í minni stærð sem er smá leiðinlegt.

Ég á einn topp frá Aimn í hvítu og ég vil helst ekki nota neinn annan, svo góður er hann. Það væri því geggjað að eignast einn í þessum fallega lit.

Systir mín á krem bronzerinn frá Chanel og ég stelst stundum í hann sem er ekki vinsælt. Hún kynni eflaust að meta að ég myndi eignast einn slíkan sjálf.

Birckenstock eru alltaf klassískir. Ég átti Birckenstock fyrir nokkrum árum en tók þá frábæru ákvörðun að nota þá til og frá fiskvinnslu sem ég var að vinna í um árið. Ekki mín besta ákvörðun 😅
Langar mikið að eignast aðra.

Svo eru þarna sætur bolli frá Ker, ferðakaffimál frá KeepCup, ótrúlega fallegt prent og sjúúklega flottur, fjólublár kósýgalli. Allt nauðsynjavörur eins og þið sjáið.

Þessar vörur má flestar finna í íslenskum verslunum fyrir utan buxurnar frá Djerf Avenue. Einnig setti ég linka á danska verslun hjá strigaskónum og kósýgallanum en ég veit til þess að Húrra Reykjavík selur týpur frá New Balance og einnig flíkur frá 7 Days Active. Mér sýndist hins vegar báðar vörurnar sem mig langar í ekki vera til þar í augnablikinu.

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s