10 dagar á Balí

Eftir tvær magnaðar vikur í Víetnam héldum við til paradísareyjunnar Balí. Við ákváðum að fara til Balí því vinir okkar voru akkúrat stödd þar á sama tíma og planið var að verja smá tíma saman.

Við lentum á Balí aðfaranótt 6. mars 2018 eftir verulega furðulegt flug þar sem einum flugþjóninum fannst 8 tíma næturflug vera tilvalinn vettvangur fyrir hann til að sýna hæfileika sína sem trúbador. Þessi ágæti maður reif fram gítarinn og söng í kallkerfi flugvélarinnar um miðja nótt, Wonderwall og fleiri góða slagara. Gunna til mikillar skemmtunar. Það voru því svolítið svefnvana ferðalangar sem trítluðu upp á hótel þessa nóttina eftir viðburðaríkt flug.

Morguninn eftir lá leiðin beint á Nalu Bowls, geggggggjaðan acai stað við hliðina á hótelinu. Valdi ég hótelið vegna hans? Mögulega. Þar hófust allir okkar morgnar á meðan við gistum á þessu hóteli.

Jújú ég valdi hótelið svo sem líka því það var í Canggu og nálægt strönd. Canggu er pínu sveitó, krúttlegur bær á Balí, eða það var a.m.k okkar upplifun á þeim tíma. Hrísgrjónaakrar á milli hótela, kýr á götunum, fallegt umhverfi og ótrúlega næs stemning er það sem mér fannst einkenna Canggu.

Lífið á Balí snérist meira og minna um ströndina, að skoða okkur um og borða á sjúklega góðum veitingastöðum. Á Balí er mikið af veitingastöðum þar sem boðið er upp á lífrænan, vegan mat og þar uppgötvaði ég í rauninni fyrst hvað vegan matur er góður.

Ásamt því að borða og vera á ströndinni kíktum við aðeins á næturlífið með vinum okkar, meðal annars á hinn fræga skemmtistað Old Man’s sem var mikið fjör. Ég á því miður bara lélega snapchat mynd af okkur Lilju vinkonu minni þaðan, en kvöldið var gott!

Við fórum líka í vatnsrennibrautagarð í Kuta og tókum algjöran túristadag með Lilju og Magga og Lilju og Adam vinum okkar. Þann daginn bókuðum við bílstjóra sem keyrði okkur í Monkey Forest og að skoða Tegallalang hrísgrjónaakrana. Monkey Forest fannst mér ótrúlega skemmtilegur staður en hrísgrjónaakrinum hefði ég alveg getað sleppt. Hann var fallegur en ég efast ekki um að það séu svipaðir ef ekki fallegri hrísgrjónaakrar á Balí sem eru ekki jafn túristamiðaðir.

Helsti ferðamátinn á okkar á Balí (og í allri Asíu reyndar) voru vespur. Eitt skiptið, þegar við vorum ekki með hjálm (af augljósri ástæðu, það er enginn glæsilegur með svona hjálm) þá vorum við stoppuð af löggunni og fengum sekt. Það var ein dýr vespuferð. Ég mæli með að muna eftir hjálmum á Balí og passa ykkur á löggunni, hún þrífst á að sekta ferðalanga sem vita ekki betur.

Síðustu dagana á Balí bókuðum við villu með Lilju og Magga. Því mælum við heilshugar með!
Gisting á Balí var og er eflaust enn mjög ódýr og lítill verðmunur var á hótelum, hostelum og villum.

Við héldum okkur í Canggu og dvöldum í dásamlegri, opinni villu með einkasundlaug. Einu herbergi hússins sem hægt var að loka voru svefnherbergin en stofan, eldhúsið og baðherbergin voru opin sem ég elskaði. Á hverjum morgni kom líka voða fín kona sem þreif og útbjó morgunmat fyrir okkur. Algjör lúxus!

Eðlilega var nær öllum tímanum þar varið í sundlauginni hvort sem það var rigning eða sól.

Lífið í villunni var svo afslappandi og skemmtilegt. Dvölin þar er ein af hápunktum ferðalagsins ❤

Flúri númer 3 í ferðinni var svo bætt í safnið á Balí. Einni sætri rós 🌹

Planið var alltaf að vera lengur en 10 daga á Balí en þegar dvölinni lauk í villunni voru Lilja og Maggi á leiðinni til Nýja Sjálands og framundan var silence day á Balí þar sem allt er lokað og hvorki rafmagn né ljós er notað. Það hefði eflaust verið upplifun að vera á Balí yfir þann tíma en okkar plan var að fara á eyjuna Nusa Lembongan og það var ekki hægt á þeim degi. Við ákváðum því að fara fyrr til Filippseyja en áætlað var.

Við yfirgáfum því Balí eftir aðeins 10 daga og vörðum síðasta deginum í 12 tíma bið á flugvellinum með Lilju og Magga.

Okkar fyrstu, stuttu kynni af Balí voru ótrúlega góð og ég er handviss um að þangað munum við fara aftur einn daginn. Við náðum ekki að sjá eða gera næstum því allt sem okkur langaði til, eins og að fara á eyjarnar í kring og læra að surfa. En það bíður betri tíma (eftir heimsfaraldur)!

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s