Útbúnaður laugardagsins
Ég rambaði inn í Lindex um daginn í leit að sundfötum og kom óvart út með aðeins meira en bara sundföt. Þessar buxur og þessa peysu meðal annars sem ég er ótrúlega ánægð með. Mér finnst peysan voða sæt og buxurnar klæðilegar en einnig alveg ofboðslega þægilegar, með þægilegri gallabuxum sem ég hef átt jafnvel. Það er stór plús!
Peysa - Lindex // Buxur - Lindex // Skór - Veja // Scrunchie - Søstrene Grene
Mér finnst Lindex oft leyna á sér. Ég fer stundum þar inn í leit að nærfötum eða sundfötum og finn óvænt flíkur sem ég elska og enda á að nota mjög mikið. Sé fram á að það verði tilfellið með þessar hér að ofan.
Fleira var það ekki í bili ❤
LOVE
Sesselía