Þrjú dress

Ég tek mjög oft myndir af því sem ég klæðist hverju sinni en einhverra hluta vegna fæ ég mig sjaldan til þess að setja það hér inn. Ég elska að setja saman dress og ég tek myndir því ég er ánægð með þau og langar að gera færslu um þau en svo geri ég það ekki. Veit ekki alveg af hverju, sennilega er það bara ég að ofhugsa. Ætla að æfa mig betur í því!

Hér eru því þrjú dress sem ég hef verið í undanfarið.

Galli - 7 Days Active / Húrra Reykjavík

Ég eyddi páskafríinu meira og minna í þessum galla. Þetta er allra besti kósýgalli sem ég hef átt. Ótrúlega þægilegur úr 100% lífrænni bómull og sjúklega flottur!

Peysa - Weekday // Buxur - Lindex // Skór - Chie Mihara // Veski - Nytjamarkaðurinn á Selfossi

Buxurnar eru nýjar, peysuna fékk ég í láni frá Beggu (okei stal frá Beggu) og hún er ca. tveggja ára gömul, skóna keypti ég í Geysi (R.I.P) síðasta haust og veskið er second hand.

Kjóll - Moss Reykjavík // Stígvél - Vintage frá ömmu bestu // Veski - Nytjamarkaðurinn á Selfossi

Við Gunni fórum út að borða í gær með vinum okkar þeim Birtu og Einari og að sjálfsögðu nýtti ég tækifærið og gerði mig örlítið fína. Kjólinn fékk ég lánaðan frá mömmu og ég dýrka hann, svo þægilegur og casual en auðvelt að klæða upp með fínum skóm og fylgihlutum. Stígvélin eru vintage frá ömmu sætu og veskið er það sama og hér að ofan.

Annars langaði mig einnig að segja ykkur frá því að ég er að vinna í VLOG-i frá páskunum og það lítur allt út fyrir að þau verði fleiri en eitt. Ég er mjög spennt að deila því með ykkur bráðum!

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s