Vetrarfrí á Akureyri

Við fjölskyldan áttum ótrúlega góða daga á Akureyri síðustu helgi. Einsa var reyndar mikið saknað en hann komst ekki með þessa helgina. Helgin var eins konar vetrarfrí hjá okkur Beggu þar sem við undanfarnar vikur hafa verið mjög annasamar í skólanum. Það vildi svo heppilega til að við gátum tekið okkur kærkomið frí þessa helgina.

Við lögðum af stað seinnipartinn á fimmtudeginum og vorum komin um níuleytið til Akureyrar. Mamma og pabbi voru svo sniðug að panta sushi í take-away frá Rub23 svo við eyddum kvöldinu í kósý með sushi uppi í íbúð.

Daginn eftir vöknuðum við Berglind snemma um morguninn með pabba en hann þurfti að vinna aðeins og við kíktum með honum til þess að geta lært aðeins í friði. Föstudagsmorgninum var því eytt í Eymundsson niðri í miðbæ Akureyrar þar sem pabbi var að vinna.

Eftir það tók pabbi okkur í smá skoðunarferð um Húsavík og svo fórum við í sjóböðin. Sjóböðin eru ótrúlega næs en við Gunni höfum ekki verið neitt sérstaklega heppin með veður þegar við förum þangað. Í þetta skiptið var sól og útsýnið fallegt en ferlega mikið rok. Gaman engu að síður!
Um kvöldið fórum við í mat til afa og Sigrúnar, fengum okkur Brynjuís og áttum gott kvöld saman.

Á laugardeginum var aftur ræs snemma um morguninn til þess að fara á snjóbretti í Hlíðarfjalli. Gunni hefur reynt að fá mig til þess að prufa snjóbretti síðan við byrjuðum saman fyrir rúmlega fjórum árum en ég hef aldrei þorað. Ég hafði ekki einu sinni stigið inn á skíðasvæði fyrr en um helgina. En þar sem Begga fór með og hún er svipað léleg og ég þá var ég til í að prufa 😅

Við vorum vægast sagt plebbalegar. Vorum í barnabrekkunni allan tíman, duttum í hverri einustu ferð og mamma, pabbi, afi og Sigrún voru á hliðarlínunni að hvetja okkur áfram og taka myndir eins og við værum 8 ára að læra á bretti í fyrsta sinn (en ekki 20 og 22 ára). Það var samt sjúklega skemmtilegt og ég hlakka til að fara aftur seinna!

Við kíktum líka í jólahúsið, Gunna og pabba til mikillar gleði. Mér finnst alltaf gaman að kíkja þangað hvort sem það er um sumar eða vetur.

Um kvöldið borðuðum við góðan mat hjá afa og spjölluðum fram á nótt. Við horfðum líka á heila seríu af Too hot to handle þessa helgina sem eru mjög svo heilalausir raunveruleikaþættir á Netflix, en skemmtilegir. Meira að segja pabbi fylgdist aðeins með þeim. Mælum með!

Helgin var dásamleg í alla staði og við Begga komum endurnærðar heim fyrir komandi prófatíð og BS skil ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s