Á óskalistanum #2
1.Drip large kertastjaki - Norr11 // 2. Willy jumper - House of Sunny // 3. Taska frá Hvisk - Húrra Reykjavík // 4. Hobnail kanna - Purkhús // 5. Pond spegill frá Ferm Living - Epal // 6. Erla skór - JoDis by Andrea Röfn // 7. Rattan chair - Heimili & Hugmyndir // 8. Derhúfa - Ganni // 9. Get Oasis naglalakk frá Essie - Beautybox // Yogadýna úr kork - Systrasamlagið
Að þessu sinni eru nokkuð margar vörur fyrir heimilið á óskalistanum en hugurinn er svolítið þar þessa dagana. Fáir vita kannski að ég hef mikinn áhuga á innanhúshönnun og hef haft alveg frá því að ég var í grunnskóla. Draumurinn var alltaf að læra innanhúshönnun þegar ég yrði „stór“. Kannski læt ég verða af því einn daginn 💭
Ásamt því má finna þarna sæta peysu frá House of Sunny, tösku frá Hvisk, skó úr línunni hennar Andreu Rafnar, derhúfu frá Ganni, Essie naglalakk og bjútífúl jógadýnu úr kork.
LOVE
Sesselía