Útskriftardagurinn minn

Einhver ykkar hafið eflaust tekið eftir að þann 19. júní síðastliðinn útskrifaðist ég sem hagfræðingur frá Háskóla Íslands.

Dagurinn byrjaði heldur snemma eða kl. 7 á laugardagsmorgninum þar sem útskriftin var kl. 10 í Reykjavík og ég var búin að panta tíma í förðun hjá systur minni. Mæli eindregið með að kíkja í förðun til Beggu (hlutlaust mat), hún er svo innilega fær í sínu fagi. Danxmakeup á Instagram 👇🏻

Um 8:45 sótti Agla vinkona mín mig en við höfum verið samstíga í náminu frá byrjun, hún er minn uppáhalds námsfélagi. Við brunuðum svo í Laugardalshöllina þar sem athöfnin fór fram. Um hálf elledu vorum við komnar með skírteinið í hendurnar og gátum formlega kallað okkur hagfræðinga eftir þrjú krefjandi en dýrmæt ár við háskólann.

Eftir athöfnina fórum við fjölskyldan út að borða á Apotekið og áttum ótrúlega notalega stund saman.

Leiðin lá aftur heim eftir það þar sem ég var búin að bjóða vinum mínum í útskriftarpartý um kvöldið. Ég held mjög sjaldan partý, eiginlega aldrei en í þetta skiptið langaði mig ekkert meira en að fagna þessum áfanga vel með mínum bestu vinum. Hér að neðan má sjá brot af því fólki sem kom og fagnaði deginum með mér ❤

Við vorum búin að græja ýmislegt fyrir partýið. Gunni á risastórt partýtjald sem við tjölduðum ásamt vinum okkar, Berglind og Einar máluðu þetta geggjaða borð fyrir beer-pong, pabbi reddaði hátölurum (eiginlega of góðum að mati nágrannanna 😅), mamma og amma sáu um veitingar og Gunni smíðaði sjúklega flottan bar. Ýmislegt sem þurfti að brasa dagana fyrir veislu.

Í partýinu lagði ég meiri áherslu á veitingar í fljótandi formi. Ég keypti heilan helling af bjór og gosi fyrir þá sem ekki drekka áfengi og svo kom Logi frá @bananaboys og mixaði kokteila fram eftir kvöldi. Kokteilarnir gerðu kvöldið að mínu mati og Logi er fagmaður fram í fingurgóma. Ég mæli hiklaust með að panta þjónustu frá þeim ef þú ert að skipuleggja partý!

Þið getið haft samband við þá í gegnum Instagrammið þeirra 👇🏻

Ég bauð svo upp á besta rice krispies nammi í heimi og tvær gerðir af vefjum sem mamma, amma og Elsa vinkona mömmu græjuðu um morguninn. Einfalt en ótrúlega gott og við fengum mikið hrós fyrir veitingarnar.

Ég get ómögulega endað þessa færslu án þess að þakka fjölskyldunni minni og vinum fyrir hjálpina við veisluna. Þetta hefði aldrei tekist án þeirra. Dagurinn var fullkominn í alla staði og ég er svo ánægð með hvað allt tókst vel ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s