Útskriftardressið

Ég fékk ógrynni af spurningum um bæði kjólinn og skóna sem ég klæddist á útskriftardaginn og þótti því tilvalið að birta sér færslu tileinkaða útskriftardressinu.

Kjóll - Rotate Birger Christensen úr GK Reykjavík // Skór - H&M

Kjólinn er ég búin að eiga síðan í mars en í algjörri skólabugun eina vikuna fór ég og valdi mér kjól fyrir útskriftina til þess að peppa mig í gang. Það virkaði mjög vel og kjóllinn gaf mér gott boost fyrir síðustu vikur annarinnar 💥

Skóna keypti ég í vikunni fyrir útskrift eftir að hafa leitað í svolítinn tíma að hinum fullkomnu skóm við kjólinn. Mig langaði að finna skó sem ég sæi fram á að geta notað einnig við önnur tilefni og var því svolítið „pikkí“. Það gekk eiginlega bara ekki vel þar til ég sá þessa í H&M. Þeir eru ekki of háir, með nokkuð þykkum hæl og mjög þægilegir. Ég var í þeim í svona 20 tíma samfleytt á útskriftardaginn og fann varla fyrir því. Ég er mjög ánægð með þá og sé fram á að nota þá við ýmis tilefni til lengri tíma.

Fleira var það ekki í bili ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s