Meistarahelgin 2021

Ég var svo heppin að græða heilan vinahóp í kaupbæti þegar ég kynntist Gunna á sínum tíma. Ótrúlega samrýmdan og skemmtilegan vinahóp sem er duglegur að hittast og gera ýmislegt saman. Eitt af því er Meistarahelgin.

Meistarahelgin er bústaðar-útilega þar sem allur vinahópurinn kemur saman í Miðnesi, bústaðnum hennar Karenar og brallar ýmislegt skemmtilegt yfir helgina. Þetta er hefð sem hófst árið 2017 og á Karen mín mikið hrós skilið fyrir að vera heimsins besti gestgjafi og peppari ár hvert!

Við lögðum af stað upp í bústað eftir vinnu á föstudeginum, tókum örstutt stopp í Pulló áður og vorum komin í Miðnes um kvöldmatarleytið. Þá hófst tjöldun á bæði okkar tjaldi og partýtjaldinu góða. Kvöldinu vörðum við svo meira og minna í bústaðnum í kósý og gíruðum okkur upp fyrir laugardaginn.

Ég var vöknuð eldsnemma á laugardagsmorguninn eftir heldur svefnlitla nótt í tjaldinu en það skipti litlu máli því framundan var geggjaður dagur í sól og blíðu.

Við hófum daginn á veitingastaðnum Café Mika í Reykholti þar sem fleiri bættust í hópinn. Þar fengum við fínustu pizzur, sátum úti og drukkum bjór. Sjúklega næs.

Eftir það lá leiðin í fótboltagolf á Flúðum. Það kom mér skemmtilega á óvart. Ég er ekki þekkt fyrir fótboltahæfileika en það kom alls ekki að sök. Það var jafnvel skemmtilegra að vera örlítið lélegur 😅

Eftir það fórum við aftur upp í bústað og kíktum í læk sem rennur rétt hjá. Við vorum ótrúlega heppin með veður þennan daginn svo það var lítið annað í stöðunni en að njóta þess eins vel og við gátum eftir heldur marga rigningardaga í vikunni áður. Strákarnir bjuggu til þennan fína „pott“, sumir fóru út í lækinn og aðrir (ég) heilsuðu upp á kýrnar.

Um kvöldið grilluðum við saman borgara, fórum í alls konar leiki, kveiktum eld og djömmuðum fram á nótt. Ég gleymdi alveg að taka myndir þegar leið á kvöldið enda verulega upptekin við að hafa gaman og syngja með Nylon.

Mikið óskaplega var gaman og ég er svo innilega þakklát fyrir að vera hluti af þessum vinahóp. Þvílíkir meistarar öll sem eitt ❤

Ég get ekki beðið eftir að endurtaka leikinn að ári!

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s