Mæli með: JoDis

Ég geri ráð fyrir að þið kannist flest öll við skómerkið JoDis. Ég kynntist merkinu fyrst þegar það hóf samstarf með Andreu Röfn, bloggara á Trendnet en hún hefur hannað þó nokkrar týpur af skóm með JoDis, hver annarri glæsilegri.

Það sem ég vissi þó ekki er að JoDis leggur mikla áherslu á sjálfbæra framleiðslu og velferð starfsmanna. Andrea Röfn greindi nýverið frá ferð sinni til Portúgal á Trendnet þar sem hún ásamt JoDis teyminu heimsóttu verksmiðjuna þar sem skórnir eru framleiddir. Ég veit ekki alveg hvort það geri sér allir grein fyrir því en það að tískufyrirtæki sýni frá sinni framleiðslu og aðstæðum þar sem vörurnar eru framleiddar er sorglega sjaldgæft, einmitt vegna þess að oftar en ekki eru tískuvörur framleiddar við ómannúðlegar aðstæður úr óæskilegum efnum. Mér þykir því svo ótrúlega flott og virðingarvert þegar fyrirtæki eru gagnsæ og sýna frá framleiðslunni.

Mér þótti skórnir frá JoDis vissulega fallegir fyrir en eftir að ég sá færsluna hennar Andreu langaði mig enn frekar að fjárfesta í pari. Sem ég vissulega gerði…

Ég keypti nú á dögunum týpuna ANNA í litnum Nomad og er yfir mig ánægð. Mig langaði í solid haust skó sem ég gæti notað við ýmis tilefni og ANNA uppfyllir allar mínar kröfur.

Ég mæli með að þið tékkið á JoDis næst þegar ykkur vantar skó – þar má ekki einungis finna fallega og vandaða skó á viðráðanlegu verði heldur styðjið þið einnig við fyrirtæki sem hugsar um umhverfið og velferð starfsfólks ❤

LOVE
Sesselía

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s