GESSI BYGGIR: 3. ÞÁTTUR
Jæææja
3. þáttur í framkvæmdaseríunni okkar Gunnsa hefur loksins litið dagsins ljós. Ég vona að þið fyrirgefið hversu langt er á milli myndbanda en svona framkvæmdir taka heillangan tíma og við verjum nær öllum okkar tíma í húsinu svo bloggið og Youtube fá svolítið að mæta afgangi á meðan á því stendur. Ég reyni þó að gefa mér tíma í hvort tveggja þegar færi gefst.
Í þessu myndbandi gerist eiginlega fáránlega mikið og lang mesta breytingin (hingað til a.m.k) verður á því tímabili sem myndbandið er tekið upp. Sjón er sögu ríkari og ég mæli eindregið með að þú komir þér vel fyrir og ýtir á PLAY.
p.s. Gunnsi stelur heldur betur senunni þegar líður á myndbandið, þú vilt ekki missa af því!
Njótið vel ❤
LOVE
Sesselía