Mæli með: Hlaðvörp #2

Þegar ég fyrst opnaði bloggið mitt birti ég færslu þar sem ég mældi með nokkrum hlaðvörpum. Nú tveimur árum síðar hafa þó nokkur hlaðvörp bæst við mína vikulegu hlustun og því þótti mér tilvalið að henda í aðra eins færslu.

Normið
Ég var smá sein að uppgötva Normið og byrjaði í raun ekki að hlusta á það fyrr en síðasta haust. Síðan þá hef ég þó hlustað á hvern einasta þátt. Það sem mér finnst einkenna Normið er jákvæðni og gleði. Þáttastjórnendurnir, þær Eva og Sylvía, ræða og veita ráð við alls konar vandamálum (og ekki vandamálum) sem eru að hrjá mörg okkar í hinu daglega lífi, peppa eins og enginn sé morgundagurinn og eiga samtöl við áhugavert fólk. Ég mæli heilshugar með.

Teboðið
Var líka smá sein að uppgötva Teboðið en hef binge-að óhóflegt magn af þáttum undanfarnar vikur. Það er stundum næs að vera sein að uppgötva hlaðvörp því þá á maður svo mikið inni!

Teboðið með Birtu Líf og Sunnevu Einars er hlaðvarp um heim fína og fræga fólksins. Hingað til hef ég ekki verið mikið inni í þeim heimi og í raun er það frekar ólíkt mér að spá neitt í hann yfir höfuð en ég uppgötvaði að Teboðið er hið fullkomna escape frá mínu eigin lífi. Meikar það sens? Stundum fer heilinn minn á algjöran yfirsnúning og þá er Teboðið svo fullkomin hlustun þar sem ég get gefið mínu lífi og vandamálum smá breik. Í staðinn fæ ég að heyra allt um skilnaðarferlið hjá Kim Kardashian og fleiri krassandi sögur úr Hollywood.

24/7
Ég er sökker fyrir viðtalsþáttum og elska að heyra um líf annarra. Hvernig þau komust á þann stað sem þau eru á í dag, hvert þeirra ferli var og hvað þau lærðu. Beggi er einstaklega góður þáttastjórnandi sem spyr áhugaverðra spurninga og fer meira út fyrir boxið en hinn hefðbundni spyrill. Mér finnst hann kafa dýpra í viðmælandann, hans persónu og hver hans sýn á lífið er. Mjög svo áhugavert hlaðvarp sem ég hef lært mikið af.

Exactly
Exactly er glænýtt hlaðvarp með minni konu, Florence Given. Florence er höfundur bókarinnar Women Don’t Owe You Pretty sem ég hef dásamað núna í rúmt ár og skrifaði einmitt færslu um, sjá HÉR. Í hlaðvarpinu mun hún einblína á 5 málefni: kynlíf, samfélagsmiðla, femínisma, sambönd og líkamsímynd. Þeir þættir sem nú eru komnir út fjalla einmitt um kynlíf frá mismunandi sjónarhornum. Ótrúlega áhugaverðir og skemmtilegir þættir sem ég er vægast sagt spennt fyrir.

Betri helmingurinn
Betri helmingurinn er nokkuð nýlegt hlaðvarp með honum Ása þar sem hann fær til sín þjóðþekkt fólk og þeirra betri helming. Ási er einstaklega hress og skemmtilegur spyrill sem nær oftar en ekki skrautlegum sögum upp úr sínum viðmælendum og finnst mér þeir þjóðþekktu einstaklingar sem mæta í hlaðvarpið oft sýna á sér aðra hlið þegar þeir eru sestir í stúdíóið með sínum betri helmingi. Ég hef hlustað frá degi eitt og hlakka alltaf til þegar nýr þáttur kemur út.

Ég elska skemmtileg hlaðvörp og þætti mjög gaman að heyra frá ykkur ef þið eruð með góð hlaðvarps-tips ❤

LOVE
Sesselía


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s