Um mig

Sesselía Dan Róbertsdóttir heiti ég og er 23 ára gömul, fædd árið 1998. Ég er hagfræðingur að mennt og útskrifaðist með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands í júní 2021. Mitt áhugasvið liggur þó einna helst í hönnun í hvaða formi sem er og má þá helst nefna tísku og tískuheiminn eins og hann leggur sig. Eins og svo margir er ég einnig haldin mikilli ferðaþrá og elska að skoða nýjar slóðir þegar tími gefst, hvort sem það er erlendis eða hér innanlands.

Hugmyndin að þessu bloggi hafði lengi verið til en aldrei framkvæmd. Þar til í janúar árið 2020!

Ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa og blogg er tilvalin leið til þess að sinna því áhugamáli. Hér skrifa ég um og sýni frá alls konar sem mér þykir skemmtilegt. Mínu daglega lífi, tísku, ferðalögum, pælingum og í raun öllu því sem mér dettur í hug.

Ég reyni eftir bestu getu að horfa á lífið með jákvæðum augum, koma vel fram við bæði mig og aðra, njóta og hafa gaman og ég vona að ég muni ná að endurspegla það hér á þessum miðli ❤

LOVE
Sesselía Dan